Pollapönk vill koma ákveðnum boðskap á framfæri

Pollapönk vill koma ákveðnum boðskap á framfæri

„Það sem togar Pollapönk í Júróvisjón er tvennt. Í fyrsta lagi viljum við komast á þetta stóra svið sem allir fylgjast með til koma ákveðnum boðskap á framfæri. Með þessu lagi viljum við reyna að leggja okkar að mörkum til að uppræta þá samfélagslegu vá sem fordómar og einelti eru. Þetta eru kannski léttvæg lóð á þær vogarskálar en það safnast þegar saman kemur. Það þurfa allir að vinna saman ef við ætlum að eyða fordómum og koma í veg fyrir einelti. Það er því best að byrja á sjálfum sér og skoða eigin fordóma,“ segir Haraldur Freyr Gíslason þegar gaflari.is spyr hann út í þátttöku Pollapönks í Söngvakeppni Rúv 2014.

Mynd: ruv.is

Pollapönk strákarnir / Mynd: ruv.is

„Í öðru lagi þykir okkur einfaldlega gaman og sprella og teljum að við getum komið okkur nægjanlega á framfæri ef við komumst til Danmerkur þannig að við getum nú skemmt okkur sem þjóð með popp og kók eitt laugardagskvöld í maí.“

Hafnfirðingar eru margir hverjir orðnir spenntir fyrir undankeppni Söngvakeppni RÚV sem fram fer á laugardagskvöld. Eins og áður hefur kom fram eiga Hafnfirðingar tvö lög lög í keppninni, Guðrún Árný Karlsdóttir flytur lagið Til þín og hljómsveitin Pollapönk Enga fordóma og etja þessi tvö lög keppni við þrjú önnur lög. Um síðustu helgi komust tvö lög áfram, lagið Von í flutningi Gissurar Páls Gissurarsonar og Eftir eitt lag sem Gréta Mjöll Samúelsdóttir flutt, en úrslitakvöldið fer fram um aðra helgi.

 

Þegar Haraldur er spurður út í textann við lagið segir hann að vel megi tengja textann við störf þeirra Pollapönkara í leikskólum. „Það er okkar sýn að börn fæðist fordómalaus. Lítið er um fordóma meðal barna á leikskólastiginu. Hins vegar einhvers staðar á þroskagöngu okkar smitast sumir af umhverfinu og verða fordómafullir. Pollapönk vill reyna með þessu lagi og texta að sporna við því.“

Deila þessari færslu:

Auglýsing / MLH

Nýjustu fréttir

Hvað viltu finna?

Sjá allar niðurstöður