Vísnagátur

Vísnagátur

Ingvar Viktorsson býður að þessu sinni lesendum upp á nokkrar laufléttar vísnagátur:

 

Slétta, þunna, flata finn.

Fljóta lætur málgefinn.

Leikaranna sýnissvið.

Sumir ei felldir eina við.

 

Gjarnan efst á öldum er.

Oft úr flösku svalar mér.

Settur yfir brjóstin ber.

Birgir fyrir augu þér.

 
Fjögur oft í einum slag.

Alltaf tifar nótt og dag.

Um háls sér konur hengja það.

Að hafa er best á réttum stað.

 

Þessi styrkir þak og vegg.

Þrælslega á sjá er ráðist á hana.

Horað sprund með spóalegg.

Úr spýtum oft í hliði.

 

Og svör við gátunum: Fjöl, toppur, hjarta og grind

Deila þessari færslu:

Eignaumsjon_vefur_hausverk_karl

Nýjustu fréttir

Hvað viltu finna?

Sjá allar niðurstöður