Blómlegt íþróttalíf í bænum

Blómlegt íþróttalíf í bænum

 

Sem fyrr er mikið um að vera hjá íþróttafélögum bæjarins. Karlalið FH og Hauka ásamt kvennaliði Hauka í handknattleik hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum Coca-colabikarsins. Undan- og úrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöllinni dagana 26. – 28. febrúar. Liðin standa einnig nokkuð vel að vígi í deildarkeppninni, karlalið Hauka í 7. sæti með 16. stig og kvennaliðið í 5. sæti með 20 stig. Karlalið FH er í 4. sæti með 22 stig á meðan kvennalið FH er í 10. sæti með 9 stig. Handknattleiksáhugafólk í Hafnarfirði ætti því ekki að láta þessa bikarúrslitahelgi fram hjá sér fara.

Körfuknattleikslið karla og kvenna hjá Haukum eru á góðri siglingu um þessar mundir. Kvennaliðið í 4. sæti deildarinnar með 24 stig og karlaliðið í 5. sæti með 18 stig. Því miður náði hvorugt liðanna inn í bikarúrslitin í Powerade-bikarnum sem fram fara nú um helgina.

kristín_sundIngibjörg Kristín Jónsdóttir sundkona úr SH, sem stundar nám og æfingar í BNA stóð sig frábærlega á sundmóti í Tuscon, AZ, laugardaginn 7. febrúar s. l. Hún sigraði í 100 jarda baksundi á tímanum 52.96 sek. og tryggði sér þar með þáttökurétt á NCAA háskólameistaramótinu sem er stærsta sundmótið í BNA og fer fram í lok mars. Tími hennar er jafnframt 25. besti tíminn sem náðst hefur í þessari vegalengd í BNA á árinu.

 

Deila þessari færslu:

Auglýsing / MLH

Nýjustu fréttir

Hvað viltu finna?

Sjá allar niðurstöður