Fræðsludagur

Fræðsludagur

 

elísaÍ síðustu viku var haldinn fræðsludagur SMT leikskóla.  Fræðsludagurinn var á vegum miðstöðvar um PMTO foreldrafærni sem er hluti af Barnaverndarstofu.  Þar mættu rúmlega 50 leiksskólakennarar og leikskólastjórnendur hafnfirskum leikskólum.  Aðalfyrirlesari var Dr. Anna-Lind Péturstdóttir frá Menntavísindasviði Háskóla Ísland

Markmið SMT-skólafærni er að skapa gott andrúmsloft í leiksskólum og tryggja öryggi og velferð leikskólabarna og starfsfólks. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun barnanna með því að kenna og þjálfa félagsfærni, leggja áherslu á jákvæða hegðun, og samræma viðbrögð starfsfólks gagnvart þeim sem sýna óæskilega hegðun.  Af þeim 16 leikskólum sem starfræktir eru í Hafnarfirði hafa 8 tekið upp SMT skólafærni.

Innan hvers leikskóla starfa SMT teymi og SMT lausnarteymi sem hafa umsjón með verkefninu innan síns skóla.  Þessir starfsmenn tóku þátt í fræðslunni í síðustu viku og miðluðu einnig af reynslu sinni.  Hafnarfjörður er leiðandi í innleiðslu SMT skólafærni og hafa önnur sveitarfélög sem eru að innleiða þessa hugmyndafræði  ítrekað sótt í þekkingu og reynslu fagfólksins hér í bæ.

Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir

Verkefnastjóri PMTO og SMT

 

Deila þessari færslu:

Eignaumsjon_vefur_hausverk_karl

Nýjustu fréttir

Hvað viltu finna?

Sjá allar niðurstöður