Frú Púkarófa og kettlingarnir

Frú Púkarófa og kettlingarnir

„Ég upplifði nokkuð einstætt og töfrandi í framkomu hennar sem ég mun aldrei gleyma þegar hún samþykkti að sýna mér vikugamla kettlingana sína“

Morguninn byrjaði á húsvitjun til Frú Púkarófu, sem var yndisleg byrjun á nýjum degi. Þarna blasti við líflegt ríkidæmi hennar og enn á ný kemur þessi átta ára villikattadrottning á óvart. Hún umvafði börnin sín kærleika og þau drukku móðurmjólkina inni í hlýjunni, en ekki utan dyra eins og í öllum hennar gotum í gegnum árin. Við venjubundnar aðstæður hefðu hún og kettlingarnir þurft að berjast fyrir lífi sínu í kettlinganir hennar Púkarófu og fl. nýju beislin Tre-Ponti 049 (2) (1)kulda og snjó á þessum árstíma.

Ég upplifði nokkuð einstætt og töfrandi í framkomu hennar sem ég mun aldrei gleyma þegar hún samþykkti að sýna mér vikugamla kettlingana sína. Ekki var hún herská eða hvæsti, heldur lygndi aftur augunum yfir því að nú voru öll litlu börnin hennar komin saman án hættu á vosbúð og endalausri baráttu. Móðureðlið blómstraði og allt í jafnvægi, sem er ekki sjálfsagt atferli hjá læðum, vegna þess að sumar þeirra yfirgefa kettlingana sína eða nenna ekki að hugsa um þá.

Fimm litlir kettlingar, hver öðrum fallegri og heilbrigðir. Mikið hefði verið gaman að eyða deginum í að dáðst af þeim og hennar frábæru nærveru. Fátt er eins yndislegt og róandi fyrir sálina en lítil ungviði í móðurfaðmi.

Við höfum umgengist Frú Púkarófu með hægð og í smáum skrefum inn í hennar heim. Heimur sem er lærdómsríkur og lífskrafturinn tilbeðinn á hverjum nýjum degi. Ég á henni mikið að þakka, enda hefur óvænt vináttan vaxið og skilað mér miklum styrk í hugrekki eftir að hún kom til sögunnar.

Læða sem fæddi kettlinga sína undir berum himni

Læða sem fæddi kettlinga sína undir berum himni

Hver veit nema að hún leyfi snertingu í framtíðinni og kannski rennur upp sá dagur að hún bæli niður sitt villikattaeðli og ljúfara eðli taki við ef hún ætlar að vera á meðal manna. Með vorinu fer hún í húsmæðraorlof og verður tekin úr sambandi. En munum að þetta villta dýr gæti valið náttúruna og frelsið á nýjan leik því þar má hún hvæsa og breima úti í tunglsljósi.

Opnum augun og hjartað fyrir dýravernd.

Kær kveðja, María.

 

 

 

 

Deila þessari færslu:

Auglýsing / MLH

Nýjustu fréttir

Hvað viltu finna?

Sjá allar niðurstöður