Hafnfirðingar kveðja veturinn með Heima

Hafnfirðingar kveðja veturinn með Heima

heima 2015Eftir um margt vindasaman og napran vetur eru margir farnir að huga að því að fagna sumri. Vorjafndægur var á föstudag, sólin skein og er óhætt að segja að allt sé að lifna við. Líka í Hafnarfirði.

Undirbúningur og miðasala fyrir tónlistarhátíðina Heima sem fer fram síðasta vetrardag, þann 22. apríl næstkomandi, fór af stað í vikunni og hlakkar sjálfsagt marga til að geta notið góðrar tónlistar í stofunni heima. Undirbúningur gengur í það minnsta afar vel og ljóst er að það er mikill áhugi á Heima 2015. Ánægjan með framtakið var líka slík í fyrra að það kom ekki annað til greina en að endurtaka leikinn.

„Við búumst við um 500 gestum, eða um helmingi fleiri en í fyrra,“ segir Kristinn Sæmundsson kafteinn hátíðarinnar. „Sniðið verður svipað og í fyrra nema við þéttum aðeins dagskrána, það verður styttra á milli heimila og minna svæði undir en ramminn er svipaður. 13 hljómsveitir, 13 heimahús og hver hljómsveit spilar í uþb 40 mínútur í hvert sinn.

Frábær hópur listamanna hefur staðfest komu sína á HEIMA:

Eivör Pálsdóttir ásamt hljómsveit
KK
Lúðrasveit Þorlákshafnar ásamt leynigesti
Berndsen
Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson
Dimma
Herbert Guðmundsson og Hjörtur Howser
Langi Seli og Skuggarnir
Jón Jónsson og Friðrik Dór
Margrét Eir og Thin Jim
Emmsjé Gauti & Agent Fresco
Ragga Gísla & Helgi Svavar
Kiriyama Family

Að HEIMA-hátíð lokinni verður svokallað „offvenue“ í gangi á veitingastöðum bæjarins og opinn míkrafónn í Bæjarbíó þar sem gestir og gangandi geta komið við og tekið lagið. „Þarna gætu nú gerst ævintýri,“ segir Kristinn. „Það gæti jafnvel farið svo að eitthvað af þeim listamönnum sem fram koma á HEIMA muni kíkja við og taka lagið. Þetta verður skemmtilegt!“

Deila þessari færslu:

Auglýsing / MLH

Nýjustu fréttir

Hvað viltu finna?

Sjá allar niðurstöður