Haukar með fimm lið í Höllinni um helgina

Haukar með fimm lið í Höllinni um helgina

Bikarhelgi KKÍ fer fram nú um helgina í Laugardagshöll. Körfuknattleiksdeild Hauka hefur náð einstökum árangri í keppninni í ár og leika fimm Haukalið til úrslita.

Stúlknaflokkur Hauka byrjar veisluna á föstudagskvöldið og síðasti leikur Haukaliðanna er hjá 9. flokki drengja á sunnudaginn um hádegi. Það er því óhætt fyrir stuðningsmenn Hauka að útbúa sig með nesti og nýja skó og styðja sitt fólk í Höllinni.

Hér má sjá dagskrá helgarinnar og hvetur gaflari.is Haukafólk til að fara í Höllina um helgina og hvetja sitt fólk á þessari glæsilegu hátíð sem Bikarhelgi KKÍ er.

FÖSTUDAGUR · 20. FEBRÚAR
18.30 10. flokkur kvenna KEFLAVÍK – ÁRMANN/HRUNAMENN
20.30 Stúlknaflokkur HAUKAR – KEFLAVÍK

LAUGARDAGUR · 21. FEBRÚAR
09.30 10. flokkur karla HAUKAR – KR
13.30 Mfl. kvenna KEFLAVÍK – GRINDAVÍK
16.00 Mfl. karla STJARNAN – KR
19.00 Drengjaflokkur HAUKAR – TINDASTÓLL

SUNNUDAGUR · 22. FEBRÚAR
10.00 9. flokkur karla HAUKAR – STJARNAN
12.00 9. flokkur kvenna GRINDAVÍK – KEFLAVÍK
14.00 11. flokkur karla KR – GRINDAVÍK/ÞÓR Þ.
16.00 Unglingafl. kvenna HAUKAR – KEFLAVÍK
18.00 Unglingafl. karla NJARÐVÍK – FSu

 

Deila þessari færslu:

Eignaumsjon_vefur_hausverk_karl

Nýjustu fréttir

Hvað viltu finna?

Sjá allar niðurstöður