Helgin mín…

Helgin mín…

Árni Freyr Guðnason,kennari og knattspyrnuþjálfari

afgÞar sem þetta er nú aðeins lengri helgi en vanalega og fótboltinn í fríi, þá ætlar fjölskyldan að fara í bústað í Stykkishólmi. Þar eru foreldrar mínir búnir að leigja bústað og verður eflaust mikið fjör hjá okkur. Við bræður verðum þar ásamt betri helmingum okkar og börnum. Amman og afinn verða svo sannarlega í essinu sínu með barnabörnunum. Svo er mikilvægt að eyða nokkrum dögum í bænum í slökun og ætli maður „þurfi“ ekki að pína sig í að horfa á 1-2 leiki í enska boltanum?

Hildur Loftsdóttir, grunnskólakennari.

Hildur LoftsdHelgin mín mun sennilega byrja á kaffi hjá Blóma-Dísu, en stórfjölskyldan hittist hjá henni á hverjum föstudegi, þar er mikið spjallað um allt og ekkert. Ætli ég hendi ekki í nokkrar pizzur um kvöldið og reyni svo að sofna ekki þegar ég svæfi litlu drengina mína. Á laugardagsmorguninn förum við í ungbarnasund hjá henni Erlu og nýtum svo daginn í fermingarundirbúning en dóttir mín fermist um næstu helgi. Eftir það mun ég svo draga allt liðið með mér upp í bústaðinn okkar þar sem slakað verður á með stórfjölskyldunni minni.

 

Deila þessari færslu:

Auglýsing / MLH

Nýjustu fréttir

Hvað viltu finna?

Sjá allar niðurstöður