„Leikur á móti ríkjandi Íslandsmeisturum, fyrir framan alhvíta stúku í stútfullri Laugardalshöll, er eitthvað sem maður upplifir ekki oft um ævina“

„Leikur á móti ríkjandi Íslandsmeisturum, fyrir framan alhvíta stúku í stútfullri Laugardalshöll, er eitthvað sem maður upplifir ekki oft um ævina“

Eftir æsispennandi tvíframlengdan leik á móti Val í gær er karlalið FH komið í úrslitaleik Bikarkeppni HSÍ og mætir þar liði ÍBV kl. 16 í Laugardalshöll kl. 16 í dag.

árni stefán„Okkur líst mjög vel á að mæta ÍBV, þó það hefði óneitanlega verið skemmtilegra að mæta Haukum. En leikur á móti ríkjandi Íslandsmeisturum, fyrir framan alhvíta stúku í stútfullri Laugardalshöll, er eitthvað sem maður upplifir ekki oft um ævina“ segir Árni Stefán Guðjónsson, aðstoðarþjálfari FH-liðsins þegar gaflari náði tali af honum þar sem hann var í óða önn að undirbúa sitt lið fyrir leikinn í dag.

„Fyrir svona leik þarf ekkert að mótivera menn, sérstaklega í ljósi þess hvernig leikurinn gegn Val endaði. Maður sá það á hverju einasta andliti að strákarnir eru langt því frá að vera orðnir saddir og við ætlum okkur ekkert nema sigur, sama hvernig við förum að því.

Það eru komin 21 ár síðan FH varð síðast bikarmeistari og því ætlum við okkur að breyta í dag.

Til þess að svo megi verða þurfum við hinsvegar að fá ALLA FH-inga í Höllina og í sameiningu munum við gera þetta að ógleymanlegum degi. Bikarinn í Krikann!“

Miðasala hófst í Kaplakrika kl.10 í morgun og stendur til kl. 14.30. Miðaverð er 1500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr fyrir 6-16 ára. Í Sjónarhóli verða súpa og léttar veitingar frá kl. 12

Valur-FH-04

 Ljósmyndir: Eyjólfur Garðarsson

 

Deila þessari færslu:

Eignaumsjon_vefur_hausverk_karl

Nýjustu fréttir

Hvað viltu finna?

Sjá allar niðurstöður