Sigga og Timo flytja verslun sína

Sigga og Timo flytja verslun sína

Gullsmiðirnir Sigga og Timo eru okkur Hafnfirðingum löngu kunn en þau hafa rekið verslun sína í fjölda ára í miðbænum.  Nú standa þau hins vegar á tímamótum þar sem þau hafa flutt verslunina um set en fara þó ekki langt, aðeins í hinn endann á sama húsi. Ástæða flutninganna segir Sigga að sé einföld „ Við höfðum lengi haft augun opin eftir húsnæði til kaups eftir margra ára verslunarrekstur í leiguhúsnæði.  Á nýju ári tókust svo kaupsamningar á þessu húsnæði sem staðið hafði autt í nokkurn tíma. Við erum alsæl með þetta og búin að vera að standsetja búðina í hálfan mánuð.“ Sigga og Timo hanna allar innréttingar sjálf en fá dygga aðstoð iðnarmanna til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. „Maður flytur víst ekki gullsmíðaverkstæði á einni nóttu og því þurftum við að hafa lokað í nokkra daga en við hlökkum mikið til að taka á móti viðskiptavinum á nýja staðnum“ segir Sigga að lokum.

Deila þessari færslu:

Eignaumsjon_vefur_hausverk_karl

Nýjustu fréttir

Hvað viltu finna?

Sjá allar niðurstöður