Súpa og bolti

Súpa og bolti

FH-ingar hafa tekið upp á þeim góða sið að hittast yfir súpu og spjalli í hádegi síðasta föstudags í hverjum mánuði. Boðið er upp á smá fyrirlestur, súpu og brauð í Sjónarhóli, sal FH-inga í Kaplakrika, á aðeins 500 krónur og hafa FH-ingar, aldnir sem ungir, tekið þessari nýbreytni fagnandi.

Komið er að súpuhittingi mánaðarins, hann verður reyndar fimmtudaginn 30.apríl enda frídagur föstudaginn 1. maí, en þá ætlar Heimir Guðjónsson, þjálfari mfl.karla í fótbolta, að fara aðeins yfir komandi sumar í boltanum.

 

HreinsunardagurFH minnir síðan á árlegan fjölskylduhreinsunardag í Kaplakrika þann 5. maí en þá fjölmenna FH-ingar til að taka til í kringum Krikann og hreinsa rusl. Fjölskylduhreinsunin endar með grilli og gaman kl. 17:00.

 

 

 

 

 

Deila þessari færslu:

Eignaumsjon_vefur_hausverk_karl

Nýjustu fréttir

Hvað viltu finna?

Sjá allar niðurstöður