Það er eitthvað geggjað grín í loftinu hérna sem erfitt er að toppa

Það er eitthvað geggjað grín í loftinu hérna sem erfitt er að toppa

Gaflarinn kíkir í kaffi til Heiðdísar Helgadóttur, hönnuðar og eiganda Gallerí Snilldar í Strandgötu. Heiðdís er lærður arkitekt en teikning og hönnun hefur lengi heillað hana. Eftir teikninámskeið í London varð ekki aftur snúið og uglurnar hennar Heiðdísar urðu landsþekktar á örstundu.

Fjölskylduhagir? Ég og Biggi minn eigum soninn Brynjar Val og dótturina Elísabetu sem er stór/lítil hvolpastelpa. Svo reyni ég að stela litla frænda mínum honum Róberti Árna sem oftast svo að ég myndi vilja hafa hann með.

Hvað kemur þér af stað á morgnana? Elísabet hvolpurinn minn spangólar daginn í gang, bókstaflega. Ég hef aldrei á ævi minni vaknað fyrir sjö áður en ég fékk hana, nema jú þegar ég þurfti að fara í flug.

Það síðasta sem þú gerir áður en þú leggst á koddann? Fyrir svona ári síðan rakst ég á hugleiðsluappið Headspace – ég kveiki á því og leggst á koddann og munkurinn sem les núvitundaræfinguna svæfir mig. Ég mæli rosalega mikið með þessu appi fyrir þá sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin.

Uppáhaldskvikmyndin Garden State – atriðið þar sem Natalie Portman setur headphone-in á Zach Braff og spilar fyrir hann New Slang með The Shins er það fallegasta sem ég veit og ég tárast alltaf yfir því.

Gamli skólinn minn? Setbergsskóli. Þar kynntist ég kærastanum mínum og bestu vinkonu minni sem voru reyndar par á einum tímapunkti en eru það sem betur fer ekki í dag. Þau eru það besta sem Setbergsskóli gaf mér.

Hver er fyrsta endurminningin? Við fjölskyldan bjuggum um tíma á Túngötu 5 í RVK, mitt á milli rússneska, þýska og franska sendiráðsins. Það voru engin börn í þessu hverfi og eyddi ég því flestum mínum stundum í að hjóla ein í portinu og glápa á túbusjónvarpið okkar til skiptis. Þetta er líklega fyrsta minningin mín og hún er voða ljúf og góð.

Uppáhaldsflíkin? Ég er ekkert rosalega fashionable dama, mér finnst best að vera bara í einhverju þægilegu og svörtu, svo nýti ég hvert tækifæri til þess að fara í ullarsokkana mína fallegu sem amma Lóa prjónaði.

Handbolti eða fótbolti?Handbolti, ekki spurning. Eg elska hraðann og dramað sem fylgir handboltaleikjum þó ég hafi ekki farið á slíkan í mörg ár. Hins vegar er ég rosalega mikið inni í öllu sem viðkemur knattspyrnunni hjá FH þar sem kærastinn minn er framkvæmdastjóri þar en leikurinn sjálfur er bara aðeins of hægur og langur fyrir minn smekk. Égg get samt ekki neitað því að áhuginn kviknaði örlítið meira eftir FH-Stjarnan síðasta sumar, ég var faðmandi ókunnugt fólk sem stóð við hliðina á mér í hita leiksins, það er algjörlega hellað fyrir mér en kom skemmtilega á óvart.

Snjóhvítar skíðabrekkur eða gullin sólarströnd? Gullin sólarströnd undir sólhlíf með kokteil og góða bók. Það væri eiginlega fáránlegt að segja eitthvað annað þegar maður er búinn að upplifa þetta veður hérna undanfarið.

Bjór eða hvítvín?

BJÓR, alltaf.

Hvers vegna Hafnarfjörður?

Vegna þess að Hafnarfjörður er ekki dreifbýli og ekki miðbær, hann er bara dásamlegur nákvæmlega eins og hann er og í hæfilega góðri fjarlægð frá öllu. Plús það að allt fyndna fólkið kemur héðan, Laddi, Edda Björgvins, Siggi Sigurjóns, Radíusbræður plús allir Hafnarfjarðarbrandararnir, það er bara eitthvað geggjað grín í loftinu hérna sem er erfitt að toppa.

Helstu áhugamál?

Gott grín kemur fyrst, svo fjölskyldan mín og vinir, lesa góða bók sem kennir mér eitthvað, Elísabet Englandsdrottning, te, teikna, drekka bjór, horfa á Neighbours, fara á uppistönd, horfa á ógeðslega gott grín í sjónvarpinu, djóka með vinum mínum og pissa á mig úr hlátri. Svo finnst mér mjög gaman að sitja með góðu fólki og skiptast á skoðunum og læra af því sem það hefur að segja og horfa á Ted-talks með hvetjandi, skapandi og drífandi fólki sem hefur farið einhverja skemmtilega eða öðruvísi leið i lífinu og draga lærdóm af því.

Uppáhalds hreyfingin?

Að dansa með syni mínum eins og enginn sé að horfa. Við eigum morgunplaylista á Youtube sem við kveikjum stundum á morgnana til þess að starta deginum. Það er klárlega uppáhalds hreyfingin. Svo fer ég stundum í rope yoga hjá Elínu sem mér finnst bara vera eitt það besta sem ég veit.

Helstu verkefnin framundan? Myndirnar mínar eru að fara í smá ferðalag til Bretlands sem er pínu spennandi, svo er ég að fara í smá leyniverkefni á næstunni sem er stórt og spennandi. Svo langar mig að breyta helmingnum af vinnustofunni minni í bakarí svo að ég geti alltaf haft góða brauðlykt og skemmtilegt fólk að tjilla hjá mér á meðan ég teikna, það er hugmynd sem ég er með í hausnum akkurat þessa stundina, hún gæti verið búin að breytast þegar blaðið kemur út.

Skemmtilegasta húsverkið? Ég get með engu móti skilið þessa spurningu, þetta er það allra leiðinlegasta sem ég geri í alheiminum og það mun aldrei vera neitt skemmtilegt við húsverk í mínum huga. Nema þegar ég er með Frikka Dór í headphones rosa hátt, það gerir það örlítið bærilegra.

Leiðinlegasta? Það væri eiginlega best ef ég gæti uploadað mynd hérna inn af draslinu heima hjá mér, það myndi svara þessum tveimur spurningum best.

Hvað gefur lífinu gildi? Börnin og einlægi fallegi kærleikurinn sem kemur úr hjarta þeirra og fullorðna fólkið sem heldur sem fastast í barnið í sér. Ekkert drama og stress heldur bara leikur og gleði.

Síðasta sms-ið og frá hverjum? Frá Helgu vinkonu minni sem varð þrítug í gær (við glöddumst vel saman í tilfeni dagsins): OMG takk sömuleiðis elsku besta vinkona mín! (fimm hjörtu og einn svona töff gaur með gleraugu)

Á laugardagskvöldið var ég: að horfa á Jimmy Fallon og The Office með strákunum mínum, svo fórum við snemma að sofa svo við gætum verið fersk þegar hvolpagemlingurinn spangólar.

 

Deila þessari færslu:

Auglýsing / MLH

Nýjustu fréttir

Hvað viltu finna?

Sjá allar niðurstöður