Þorrinn þeyttur í Boccia

Þorrinn þeyttur í Boccia

Þorramót Fjarðar í boccia fór fram í íþróttahúsi Víðistaðaskóla sl. laugardag. Þátttaka var góð og voru tæplega 30 keppendur skráðir til leiks, 6 sveitir Fjarðar, ein sveit frá Hafnarfjarðarbæ og ein frá Garðabæ.
Í yfir 20 ár hefur Fjörður, íþróttafélag fatlaðra í Hafnarfirði haldið Þorramótið og þar hafa komið sveitir frá bæjarstjórn Hafnarfjarðar og nágrannasveitarfélaga og att kappi við iðkendur Fjarðar í boccia. Þátttaka hefur alltaf verið góð og hafa allir haft gaman af og þar að auki verið góð kynning á félaginu og íþróttinni. Góð stemning var á mótinu í ár og í mótshléi bauð Kiwanisklúbburinn Sólborg öllum viðstöddum upp á kaffi og meðlæti.
Í 1. sæti var sveit ÍBH, hana skipuðu Elísabet Ólafsdóttir, Hrafnkell Marinósson og Þórarinn Sófusson. Í 2. sæti lenti A sveit Fjarðar – Einar Kr. Jónsson, Ingibjörg H. Árnadóttir og Svavar Halldórsson. Í 3. sæti lenti B sveit Fjarðar – Gústaf Ingvarsson, Magnús Jónsson og Vigfús Örn Viggósson. Í 4. sæti lenti síðan sveit Garðabæjar – Björg Fenger, Gunnar Einarsson og Kristinn Andersen (lánsmaður úr Hafnarfirði).

Deila þessari færslu:

Auglýsing / MLH

Nýjustu fréttir

Hvað viltu finna?

Sjá allar niðurstöður