Vök sendir frá sér nýtt lag, „If I Was“

 Vök sendir frá sér nýtt lag, „If I Was“

 

Hljómsveitin Vök hefur sent frá sér nýtt lag af væntanlegri EP plötu sinni. Lagið nefnist „If I Was“ og er það fyrsta lagið sem fer í spilun af EP plötunni „Circles“ sem kemur út 15. maí.

Vök er skipuð Hafnfirðingunum Andra Má Enokssyni, Margréti Rán Magnúsdóttur og Ólafi Alexander Ólafssyni. Hljómsveitin vakti mikla athygli þegar þau komu fyrst fram á sjónarsviðið og sigruðu Músíktilraunir 2013.

Vök kom fram á Eurosonic tónlistarhátíðinni nú í janúar þar sem Ísland var fókusþjóð hátíðarinnar. Vök er á lista yfir þau bönd sem fengu flestar bókanir í kjölfarið og er líklegt að þau komi fram á yfir 10 tónlistarhátíðum víðsvegar um heiminn í sumar.

Hlustaðu á lagið:
SoundCloud: https://soundcloud.com/recordrecords/vok-if-i-was
Spotify: https://open.spotify.com/album/019LZviMksoOYnK1GSRUWX
YouTube: https://youtu.be/RVWaBxLPB4U

Deila þessari færslu:

Eignaumsjon_vefur_hausverk_karl

Nýjustu fréttir

Hvað viltu finna?

Sjá allar niðurstöður