„Vona að sumarið verði hlýrra og þurrara en síðustu sumur“

„Vona að sumarið verði hlýrra og þurrara en síðustu sumur“

Gaflarinn kíkir í kaffi til Brynju Þórhallsdóttur. Brynja hefur séð um veitingareksturinn í golfskála Keilis á Hvaleyrinni, er að hefja sitt 15. sumar og nú þegar golftímabilið hefst fyrir alvöru er í mörg horn að líta. Klúbbmeðlimir Keilis eru margir og flestar helgar sumarsins bókaðar í mót.  Brynja er ættuð austan af héraði en flutti til Hafnarfjarðar 1990 þegar hún hóf störf í Fjörukránni. Henni finnst skemmtilegast að slaka á og njóta líðandi stundar og vera í góðum félagsskap með skemmtilegu fólki.

 Fjölskylduhagir?

Gift Páli Ingólfssyni og eigum við eina dóttur, Sigurbjörgu 6 ára.

Hvað kemur þér af stað á morgnana? 

Tilhlökkun að takast á við verkefni dagsins og góður kaffibolli.

Það síðasta sem þú gerir áður en þú leggst á koddann?

Nýt kvöldsins… þarf ekki að lesa bók til að sofna

Uppáhalds tónlistin?

Öll íslensk tónlist. Við eigum svo flotta tónlistamenn, bæði þessa gömlu og góðu og svo eru þessir ungu æði, eins og Of Monsters and Men og Ásgeir Trausti.

Gamli skólinn minn?

Grunn- og framhaldsskólinn á Egilsstöðum

Hver er fyrsta endurminningin?

Ca 4 ára gömul, hjólandi um göturnar á Egilsstöðum.

Uppáhaldsflíkin?

Góður hlýr mokkajakki, sem er orðinn 15 ára gamall. Var keyptur í Köben og er bestur en annars er eg fatafrík, finnst gaman að pæla í fötum.

Snjóhvítar skíðabrekkur eða gullin sólarströnd?

Snóhvítar skíðabrekkur og ekki skemmir fyrir að það sé líka sól.

Bjór eða hvítvín?

Hvítvín

Hvers vegna Hafnarfjörður?

Minnsti stórborgarabragurinn á höfuðborgarsvæðinu, Minnir mig á landsbyggðina. Í Hafnarfirði heilsar fólk hvort öðru á förnum vegi og tekur jafnvel stutt spjall um daginn og veginn.

Fegursti staður landsins?

Hallormsstaðaskógur

Skemmtilegasta ferðalagið:

Golfferð til Kína 2008, þar spiluðum við á flottum völlum og ferðuðumst um.

Helstu áhugamál?

Fjölskyldan, ef það má kalla það áhugamál og mér finnst öll útivera æðisleg.
Uppáhalds hreyfingin?

Hot-jóga og skíði. Finnst einnig gaman að fara í göngu- eða hjólatúr með fjölskyldunni

Helstu verkefnin framundan?

Nokkrar veislur sem ég hef tekið að mér að skipuleggja og síðan opnun á Golfskálanum. Ætlum að opna á dag, sumardaginn fyrsta, nú hlýtur vorið að fara að koma. Ég vona að sumarið verði bæði hlýrra og þurrara en síðustu sumur.

Skemmtilegasta húsverkið?

Elda góðan mat

Leiðinlegasta?

Það eru öll húsverk sem og önnur verk skemmtileg ef maður er bara jákvæður.

Hvað gefur lífinu gildi?

Að eiga góða og heilbrigða fjölskyldu. Vera jákvæður og takast á við hvert verkefni af æðruleysi. Að rækta vinskap og frændsemi og getað lagt öðrum lið.

Síðasta sms-ið og frá hverjum?

Frá ”stjúpdóttur” Hafrúnu:  er Brynjan að elda eitthvað? J

Á laugardagskvöldið var ég:

Heima, eldaði góðan mat og litlar frænkur mínar voru í heimsókn, Þyrí Ljósbjörg og Ágústa.

Ég mæli með:

Að allir prufi að koma uppí Keili og fái sér að borða, eða kíki við í kaffi og njóti umhverfisins. Veitingasala í Golfskálanum er opin fyrir fleiri en þá sem spila golf!

Deila þessari færslu:

Eignaumsjon_vefur_hausverk_karl

Nýjustu fréttir

Hvað viltu finna?

Sjá allar niðurstöður